27.06.2008 00:35

Jónsmessuhátíðin hefst í dag.


Eyrbekkingar halda sína tíundu miðsumarhátíð um helgina. Dagskráin hefst á föstudagskvöld með fuglaskoðun í friðlandið. Ferðalagið hefst við Eyrarbakkakirkju kl, 21:30. Síðan geta menn baðað sig upp úr dögginni eða hlustað á rómantískan orgelleik í kirkjunnu á miðnætti. Á laugardaginn kl. 11 verða skátastúlkur með leiki á Garðstúninu fyrir yngstu kynslóðina. Kl. 13 mun jarlin af Gónhól standa fyrir uppákomu á Gónhól ( Hóllinn við sjógarðinn en ekki galleríið.) Á sama tíma munu listamenn verða með sýningar í Gónhól.(Galleríið en ekki hóllinn) Þar verður einnig grillpartý kl.18 og sölubásar opnir og stífbónaðar drossíur um allar trissur. Kl.14 verða opin hús á Garðafelli, Háeyrarvegi 2 og Gunnarshólma.Te að hætti Hússins í Húsinu borið fram kl 15 af husens damer. Orgelið í kirkjunni verður svo þanið til hins ýtasta kl 17. Söguganga Magnúsar Karels "í dúr og moll" hefst við Vesturbúðarhólinn kl.19 og kl.20:45 verður svo sungið hátt og leikið dátt á píanóið góða í Húsinu. Húsið hið rauða verður einnig opið allann daginn þar sem fimlegir kokkarnir töfra fram Jónsmessurétti og fiðlutóna. Svo flæðir músikin frá "Svarta Skerinu" út í hina rauðu nótt. Dagskránni lýkur formlega kl. 22 með Jónsmessubrennu og brimsköflum af bjór í flæðarmálinu þar sem hafmeyja ein mun ávarpa lýðinn undir bárugljáfri og silfurtónum Bakkabandsins.

Flettingar í dag: 1780
Gestir í dag: 255
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 262070
Samtals gestir: 33882
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:42:12