18.06.2008 00:00
Skjálftar í rénun,
Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við bakka Ölfusár á undanförnum dögum. Á síðustu 48 klst. hafa mælst 155 skjálftar á Suðurlandi að styrkleika 0,1-2, en í síðustu viku voru þeir vel yfir 200. Skjálftavirknin hefur nú verið viðvarandi í hart nær 20 daga, en allflestir það smáir að þeir koma aðeins fram á mælum. Hægt er að fylgjast með Skjálftavirkninni á Gogle Eart-VÍ
Jarðskjálftarnir 29. maí 2008 voru þeir mestu frá því stóru skjálftarnir tveir urðu hinn 17. og 21. júní árið 2000. Tjónið í skjálftanum 29.maí sl. var þó mun meira enda nær þéttbýli. Allflest heimili á Eyrarbakka,Hveragerði og Selfossi urðu fyrir töluverðu tjóni á innanstokksmunum og allnokkur hús á svæðinu teljast ónýt eftir skjálftanna.
Sunnlendingar hafa margir hverjir alist upp við þessa vá og glotta bara við þegar jörðin bifast undir fótum þeirra, en margir af erlendum uppruna búa einnig á svæðinu. Fólk sem er að upplifa jarðskjálfta í fyrsta sinn og bera kvíðboga fyrir hverjum degi og hverri nótt í þessu undarlega og framandi landi eldfjalla, jökla, gufuhvera og titrandi jarðar.