08.06.2008 23:48

Enn skelfur Óseyrarsprunga.


Nú eru liðnir 10 dagar frá Stóraskjálftanum undir Ingólfsfjalli. Í kjölfarið færðist mikið líf í sprungusvæðin við Ölfusá og ekki síst Óseyrarsprungu, en þar hafa mælst um 30 smáskjálftar á sólarhring og einn til tveir snarpir kippir (2-3 stig) sem hafa haft það að venju að koma reglulega að kvöldi hvers dags og segja gárungarnir á Bakkanum að eftir kl.19 sé kominn jarðskjálftatími. Mest hefur virknin verið ofarlega í Flóagafls og Kaldaðarneshverfi.

Skjálftavaktin.

Flettingar í dag: 799
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 2255
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 505793
Samtals gestir: 48700
Tölur uppfærðar: 8.7.2025 19:37:32