15.05.2008 23:10

Lesið á ljósastaura.


Venjulega eru ljósastaurar til þess ætlaðir að lýsa upp náttmyrkrið fyrir vegfarendur, en á Bakkanum eru þeir einnig notaðir til að lýsa upp sálartetrið með dálítilli lesningu, t.d. fallegu ljóði, skondinni vísu eða skemtilegri sögu. Það er því upplagt að fara í dálítinn labbitúr í vorblíðunni og lesa á ljósastaurana í leiðinni.

Það er bókasafn UMFE sem stendur fyrir þessu uppátæki í tengslum við hátíðina Vor í Árborg.

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28