08.05.2008 12:46

Galleri Gónhóll opnar í dag.

Árni Valdimarsson við opnun Galleri Gónhóls.Nýtt gallerí, Gallerí Gónhóll opnar í dag, 8. maí kl. 18. Í tilefni af Vor í Árborg verður haldin sýning á verkum eftir Eddu Björk Magnúsdóttur, Jón Inga Sigurmundsson, Dóru Kristínu Halldórsdóttur og Þórdísi Þórðardóttur. Einnig verður handverksmarkaður þar sem fleiri listamenn sýna og selja verk sín.
Gallerí Gónhóll er í gamla frystihúsinu á Eyrarbakka. Það eru Árni Valdimarsson og fjölskylda sem hafa blásið nýju lífi í gamla frystihúsið.

Kolaportsstemning verður í  einum hluta hússins þar sem fólk getur leigt bása og selt sínar vörur. Einnig verður þar listasmiðja ungu kynslóðarinnar.

Sjá nánar  fétt í Glugganum.

Flettingar í dag: 440
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1008
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 506442
Samtals gestir: 48761
Tölur uppfærðar: 9.7.2025 15:57:25