06.05.2008 22:02
Jarðskjálftinn 1912
Þann 6. maí 1912 reið yfir allstór jarðskjálfti og varð hans vart um allt land. Skjálftinn átti upptök sín Í Landsveit við Heklu. Á Rángárvöllum hrundu 10. bæir: Svínhagi, Næfurholt, Haukadalur, Selsund, Kot, Hornlaugarstaðir, Rauðustaðir, Eiði, Bolholt og Dagverðarnes. Á Landi hrundu bæirnir: Galtalækur, Vatnagarður og Leirubakki. Á mörgum húsum urðu verulegar skemdir svo sem bærinn Völlur í Hvolhreppi, Tungu og Litla- Kollabæ í Fljótahlíð. Á Reyðarvatni féllu 8 útihús, en á Reynifelli og Minna- Hofi féllu einnig mörg hús. Merkurbæirnir og Eyvindarholt voru austustu hrunbæirnir. Stærð skjálftans mældist 7,0 á Richter kvarða. Sprungur eftir skjálftann 1912 má m.a. sjá í landi Selsunds suðvestur af Heklu þar þornaði tjörn og bæjarlækurinn hvarf. Skjálftarnir stóðu yfir í nokkra daga. Jarðskjálftamælir var settur upp í Reykjavík árið 1909.
Heimild: Ingólfur, Ísafold, Vísir,1912