02.05.2008 11:16

Vinabæir Eyrarbakka.

   
Um áramótin 1986-87 hóf Eyrarbakki vinabæjarsamstarf við Kalundborg í Danmörku, Kimito í Finnlandi, Lillesand í Noregi og Nynäshamn í Svíþjóð.
Eyrarbakki tók þátt í vinabæjaráðstefnum við þessi sveitarfélög annað hvert ár frá árinu 1987.

Við stofnun Sveitarfélagsins Árborgar árið 1998 ákvað hin nýja sveitarstjórn að fella niður öll samskipti við vinabæji Eyrarbakka.
Jafnframt ákvað hin nýja sveitarstjórn að viðhalda vinabæjasamskiptum sem Selfossbær stofnaði til á sínum tíma.
 
Barnaskólinn á Eyrarbakka hefur þó verið  í einhverjum samskiptum við grunnskóla í Kalundborg í Danmörku.

Bæjarstjórn Árborgar mætti sýna okkur þann sóma á 10 ára afmælisárinu að endurnýja vinabæjartengslin í einhverri mynd. Það gæti verið góð afmælisgjöf.

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00