24.04.2008 15:24

Gleðilegt sumar.


Í dag er sumardagurinn fyrsti og þar sem vetur og sumar frusu ekki saman að þessu sinni getum við vænst þess að sumarið verði í blautara lagi samkvæmt þjóðtrúnni en vonum náttúrulega að ekkert sé að marka þessa gömlu hjátrú og sumarið verði bara gott. Vonum bara að sólin fari að láta sjá sig.

Á Bakkanum er ýmislegt um að vera í dag og fánar dregnir á húni á hverjum bæ. Kvenfélagið heldur upp á 120 ára afmæli sitt á Stað og börnin í Brimveri halda listasýningu svo eitthvað sé nefnt.

Þorpsbúum fjölgar ört þegar sumarhúsin fyllast af fólki og líf færist yfir göturnar. Út úr hverri skemmu streyma húsbílarnir í röðum eins og lömb á vorin að fagna sumrinu. Hafið kyrrist og brimaldan stríða kveður að sinni.

Gleðilegt sumar.

Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 2159
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 262523
Samtals gestir: 33905
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:30:46