17.04.2008 09:03
Byggt við Sólvelli
Framkvæmdir við Sólvelli eru í fullum gangi um þessar mundir þar sem verið er að steypa upp viðbyggingu sem er um 125 m² að grunnfleti á þremur hæðum og kemur hún til með að bæta aðstöðu dvalargesta til muna.
Sólvellir var áður læknisbústaður en er nú dvalarheimili fyrir aldraðra á Eyrarbakka og var húsið tekið í notkun sem slíkt 1. nóvember 1987. Dvalarheimilið var sett á fót fyrir tilstilli samtaka áhugamanna á Eyrarbakka um dvalarheimili.