12.03.2008 20:35

Bátar í fjöru


þessi bátur ber einkennisstafina ÁR 24 -sjá comment Jóhann Þorkelsson ÁR 24-

(Stundum kom það fyrir að bátar slitnuðu upp eða strönduðu í fjörunni. Sumum tókst að bjarga en aðrir enduðu ævi sína í fjöruborðinu eins og  t.d. Jón Helgason  sem var að koma úr slipnum og strandaði á leið á leguna.)


Fjalar hét þessi bátur og strandaði hann skamt frá landi vestan hafnarinnar í febrúar 1969. (Vélin hafði bilað á ögurstund og því fór sem fór). Áhöfninni var bjargað í land af björgunarsveitinni Björg og var notuð til þess björgunarlína og "stóll". Nokrir létu sig þó reka í land á gúmmítuðru enda var veður gott. Þegar fjaraði undan komu í ljós nokkrar skemdir og var því ákveðið að draga skipið upp í fjöru og gera við það þar eins og sést á myndinni. Fjalar var svo sjósettur á ný á sjómannadaginn og tókst sú aðgerð giftusamlega. Báturinn var settur á tvo 20 hjóla vagna sem hengdir voru á tvo öfluga trukka, sem einnig nutu dyggrar aðstoðar jarðýtu. Síðan var ekið með bátinn út í sjó og þess beðið að félli að þar til sjálft hafið  lyfti skipinu af vögnunum.

Flettingar í dag: 1780
Gestir í dag: 255
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 262070
Samtals gestir: 33882
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:42:12