19.02.2008 09:13

Vöxtur í Hópinu.

Að undanförnu hefur verið súld, þokuloft og rigning og  langt er síðan að sést hefur til sólar. Tjarnir hafa vaxið stórum síðustu daga svo sem Hópið eins og sést á myndinni hér að ofan. Í þurkunum síðasta sumar var Hópið skraufaþurt. Í bakgrunni standa Steinskotsbæirnir. Einhvern tíman í fyrndinni var þessi tjörn sjávarlón, en smám saman hlóð hafið upp malarkambi sem lokaði lónið af og heitir þar nú Háeyrarvellir.

Flettingar í dag: 1456
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 2168
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 582092
Samtals gestir: 52866
Tölur uppfærðar: 31.8.2025 12:40:52