09.02.2008 14:40

Skafrenningur.

Óveðrið er nú gengið hjá og var eitt það versta sem gert hefur í vetur. Lægðin sem olli þessu veðri var einhver sú dýpsta sem komið hefur yfir landið a.m.k. á seinni árum, eða 932 mb. Ekki er vitað um neitt tjón af völdum veðursins hér um slóðir þó eflaust hafi hrikt duglega í húsum þegar verst lét. Talsverðar eldglæringar fylgdu þessu veðri og mikið úrhelli á köflum. Það er víst að menn séu að verða ýmsu vanir hér sunnanlands, eftir þennan vetur.

Gríðarlegt brim er á Bakkanum í dag og er það eitthvert það allramesta sem sést hefur í vetur.

Flettingar í dag: 1456
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 2168
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 582092
Samtals gestir: 52866
Tölur uppfærðar: 31.8.2025 12:40:52