06.02.2008 12:30

Hvítur Öskudagur.

Snjór hefur nú verið lengur yfir en mörg undanfarin ár á Bakkanum og frost hefur verið alla daga það sem af er vikunni og mánuðinum og jafnvel að miklu leyti það sem af er árinu og virðist veturinn ætla að verða æði langur og strangur.

Ekki er spáin björt fyrir morgundaginn því kröpp hraðfara lægð fer norður með austurströndinni í nótt og fer suðvestan stormur eftir henni yfir landið seint í nótt og á morgun segir veðurstofan og  það þýðir líklega hellirigningu fyrir okkur, en þó líkur á að hláni og kólni á víxl, eða semsagt umhleypingar fram í næstu viku.

Í dag er Öskudagur, en við hann er kennt sjávarflóð eitt þ.e. Öskudagsflóðið árið 1779, en þá tók af bæinn Salthól í Hraunshverfi skamt vestan við Gamlahraun.

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28