05.02.2008 14:22

40 ár frá harmleiknum á Ísafjarðardjúpi.

Ross ClevelandFárviðri og ísingarveður á Íslandsmiðum tóku stóran toll af sjómannastéttinni á síðustu öld og skemst er að minnast Halaveðursins fræga árið 1925 þegar þrír íslenskri togarar fórust og með þeim 67 menn, þar af 61 Íslendingur og 6 Englendingar. Laugardaginn 7. febrúar 1925 skall á mikið norðanveður með særoki og ísingu á Vestfjörðum en flestir togaranna voru þá að veiðum á svonefndum Halamiðum. þ.á.m. togararnir Leifur Heppni og Robinson sem tíndust í hafi en þau voru stödd norðvestur af Hala þegar veðrið skall á, en með þeim voru 68 menn. (þriðji báturinn var Sólveig frá Sandgerði)
Fyrir 40 árum (febr.1968) kom veður úti fyrir Vestfjörðum sem svipaði að mörgu til Halaveðursins, en í því veðri fórust 25 sjómenn, meðal annars áhöfnin á breska togaranum Ross Cleveland H-61 frá Hull.
 
Á fyrri hluta síðustu aldar fórust að meðaltali 40 sjómenn á Íslandsmiðum árlega, en þá var björgunarbúnaður fábrotin í flestum skipum og fjarskipti ekki eins örugg og í dag og engin björgunartæki í landi sem hægt var að beita við þessar aðstæður. Veðurfræðin hefur einnig tekið stórstígum framförum frá þessum árum til hagsbóta fyrir sjófarendur auk tilkynningaskyldunar og GPS eftirlits. Það var bresk sjómannskona Lily Bilocca að nafni sem barðist fyrir því að tilkynningaskylda yrði tekin upp meðal breskra togara í kjölfar atburðanna á Ísafjarðardjúpi fyrir 40 árum.

Frá Eyrarbakka og Stokkseyri hefur margur sjómaðurinn fengið vota gröf þær tvær síðustu aldir sem útræði var stundað frá þessum sjávarplássum, en meira um það síðar.

Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 2159
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 262498
Samtals gestir: 33901
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:07:04