04.02.2008 13:28
Gefum fuglunum.
Nú er frost á Fróni og harðfenni víða svo nú hefur harðnað á dalnum hjá smáfuglunum. Þeir eiga erfitt með að afla fæðu af sjálfsdáðum í þessari tíð og lítið er um vatn þar sem lækir og tjarnir eru frosnar. þeir flögra nú á milli húsþaka í von um að einhver kasti fyrir þá korni eða brauðmylsnu. það er ekki mikið mál að gaukla einhverju að þeim svona rétt á milli þess sem við mannfólkið hámum í okkur bollurnar.
Í hádeginu var N 3 m/s á Bakkanum og skýjað en gott skygni. Sjólítið. Frost -7,0°C. Það þykknar upp með kvöldinu, segir spáin og á morgun má búast við NV 10 m/s -2°C frosti og e.t.v. lítilsháttar úrkomu. það horfir til hlýinda um næstu helgi og jafnvel lýkur á stormi segir sjálfvirka véfréttin.síbreytilega.