29.01.2008 21:43

Ökumönnum hált á svellinu.

Hálka hefur verið á velflestum vegum héraðsins að undanförnu og hefur það valdið ýmsum óhöppum. Jeppabifreið fór veltu á Eyrarbakkavegi síðdegis í dag við vegamótin að Stokkseyri, en ekki er vitað til að slys hafi orðið á fólki. Vegurinn er launháll því klaki er undir þunnri og lausri snjómjöllinni og er rétt að vara ökumenn við því. Það væri gott fyrir ökumenn að hafa það fyrir sið að kíkja á heimasíðu vegagerðarinnar og kanna færðina áður en lagt er upp í ferðalag.
Víða eru vegir  ekki mokaðir seint á kvöldin eða yfir nóttina og því ætti fólk að varast að vera á ferð á vegum úti eftir að þjónustu vegagerðarinnar lýkur ef eitthvað er að veðri. Annars finnst mér að vegagerðin ætti að vera með sólahringsvakt á helstu og fjölförnustu leiðum.

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06