29.01.2008 08:39

Árborg lækkar skattinn.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti fundi sínum í gær, 28. janúar, að lækka fasteignaskatt á íbúðar og atvinnuhúsnæði um 8 %. Álagningarhlutfall skv. a lið 3.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 lækkar því úr 0.3 % í 0.276. -Gott fyrir góðærið-

Strætisvagninn hefur vakið lukku, enda kostar ekkert að taka sér far með vagninum sem er örugglega kærkomin samgöngubót fyrir íbúa byggðarlagsinns og vonandi kominn til að vera.
Sjá: Leiðakort.

Kl. 9 í morgun var V 4 m/s á Eyrarbakka og snjókoma. Skyggni 6 km og dálítill sjór .Hiti -0,8°C  og stígandi loftvog.Snjódýpt er 5 cm. Veðurstofan spáir kuldatíð á næstunni og miklu frosti þegar nær dregur helginni.

Flettingar í dag: 799
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 2255
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 505793
Samtals gestir: 48700
Tölur uppfærðar: 8.7.2025 19:37:32