24.01.2008 22:49

Fennir yfir sporin

Það snjóar enn á Bakkanum og reyndar hefur hvergi snjóað eins mikið á landinu í dag og einmitt hér! 27 mm bræddur snjór eða um 10 cm fallinn snjór í dag og er snjódýptin nú orðnir einir 29 cm sem hvíla á Bakkanum. Þetta er bara að verða eins og í gamla daga þegar allt fór bókstaflega á bólakaf í snjó. Nú þegar bætir í vindinn fer allt í vitleysu, því nóg er efnið í stóra skafla! En vonandi nær þó að blotna í þessu áður.

Það var bjartara yfir höfuðborginni í dag þó að þar geysi nú pólitískir stormar og illviðri á þessum síðustu hamingjudögum. Hnífasettin seljast vel um þessar mundir.
Sveitarstjórnarlög eru meingölluð að því leiti, að unt sé að skipta um meirihlutastjórn án undangengina kosninga og skekkir það lýðræðið þar sem margt er í húfi á svo mannmörgum stað sem Reykjavík og raunar víðar. Það ætti nú að stokka spilin á ný í kosningum þegar svona stendur á.

Flettingar í dag: 1296
Gestir í dag: 247
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261586
Samtals gestir: 33874
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:00:07