14.01.2008 11:54

Tíðin svöl við sjóinn.

Það hefur andað köldu að undanförnu við ströndina. Norðaustanáttir hafa verið ríkjandi síðustu vikuna og þá oftast stinningsgola með frosti á bilinu -1 til -3°C og úrkomulaust, en nú eru snjókorn tekin að falla og byrgja sýn til fjalla. Áfram er spáð köldu veðri og snjóhraglanda fram á næstu helgi, en þá gæti hlýnað.

Skógarþrestir og Starrar hafa haft vetursetu á Bakkanum og eru þeir í góðum holdum enda tíðin þeim hagstæð. Minna hefur borið á snjótittlingum, en þeir ættu nú að fara að byrtast þegar snjóinn tekur yfir. Þá er gott að eiga brauðmola aflögu til að gefa þeim


Flettingar í dag: 799
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 2255
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 505793
Samtals gestir: 48700
Tölur uppfærðar: 8.7.2025 19:37:32