09.01.2008 22:24

Veðráttan breytt.

það sem af er mánuðinum höfum við verið blessunarlega laus við rokið og rigninguna sem barið hefur landsmenn í allt haust og fram til áramóta og njótum nú fremur hægviðris af norðaustri, en það hefur jafnframt kólnað í veðri. Fyrstu vikuna í janúar var hiti yfir frostmarki yfir hádaginn, en þessa vikuna hefur verið frost flesta daga og smá snjóföl yfir. Spáin hljóðar upp á éljaveður út vikuna með einhverju kuldakasti og strekkingi.

Flettingar í dag: 9
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 2607
Gestir í gær: 210
Samtals flettingar: 266943
Samtals gestir: 34349
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 00:50:57