25.12.2007 13:36

Jólasnjór

Talsvert hefur snjóað á Bakkanum í morgun og er snjólagið nú orðið 10 cm þegar þetta er skrifað. Nú hefur stytt upp í bili og orðið ansi jólalegt yfir að líta. Lítð eitt hafði snjóað við ströndina á aðfangadagsmorgun en þann snjó tók fljótt upp. Í uppsveitum hefur snjóað talsvert frá því í gær og fregnir herma að þar sé allt á kafi í snjó. Á veðurathugunarstöðinni í Hjarðarlandi var snjódýptin komin í 17 cm. kl 09 í morgun og sennilega talsvert bæst við síðan.

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28