14.12.2007 22:42

Aðventustormur 2 kveður.

Í dag kl. 15:00 náði vindraðinn mestum styrk þegar hann fór í 25 m/s meðalvind og 27 m/s í hviðum á Bakkanum sem er ekki langt frá því sem var í fyrri aðventustorminum í gær.





Á línuritinu má sjá hvernig loftvogin á Bakkanum féll ört og nánast lóðrétt á miðnætti 13 des sl þegar fyrri lægðin barst að landinu og lægðarinnar í dag sem ekki var eins snörp og einnig fjær landi eins og lesa má úr línuritinu því lægðarmiðjan var með 941mb loftþrýsting.

Þessu veðri fylgir stórsjór og því mikið brim úti fyrir og stóröldur dansa á grynningunum. Vestan við Óseyrarbrú hefur verið mikið sandfok í kjölfar veðursins og hefur töluvert sest á veginn við brúarsporðinn.

Flettingar í dag: 4767
Gestir í dag: 270
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448269
Samtals gestir: 46245
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:55:33