11.12.2007 10:58

Á eftir stormi lifir alda

Öll óveður lægir um síðir og nú er veður orðið stillt en hafið ólgar með beljandi brimi á Bakkanum. Vest var veðrið hér frá kl.23 í gærkvöld og til kl.01 um nóttina en þá var vindhraðinn að meðaltali 21m/s og hviður allt að 32. m/s sem er þó hálfu minna en undir Hafnarfjalli þar sem hviður skutust í 60 m/s eða 216 km/klst sem er álíka og i 2 stigs fellibyl en víða á Faxaflóasvæðinu náðu vindhviður 40 m/s.

Þessu veðri fylgdi talsverð úrkoma eða 13 mm á Bakkanum og 14 mm í Reykjavík. Við Surtsey var 6 m ölduhæð í morgun en þar var stórsjór í nótt.



Flettingar í dag: 755
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381699
Samtals gestir: 43195
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:28:28