10.12.2007 23:30

Versta veður skollið á!

ÓveðurÞað hefur gengið á með stormi í kvöld og náði meðalvindhraðinn 20 m/s um tíu leitið og hviður fóru í 27m/s á Bakkanum og eftir það hefur. Öllu verra er veðrið þessa stundina á Faxaflóasvæðinu,en á Skrauthólum hafa vindhviður verið að fara upp í 44 m/s en það eru 12 gömul vindstig eða 158.4 km/klst, svo gott sem í fellibyl. Fréttir herma að þök fjúki í heilu lagi í Hafnafirði og Kópavogi svo ástandið þar er afar slæmt. En Stórhöfði í Vestmannaeyjum á líklega metið að venju, en þar eru nú 45 m/s í hviðum og þar í grend er ferjan Herjólfur að berjast við að ná landi.

Flettingar í dag: 4565
Gestir í dag: 267
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448067
Samtals gestir: 46242
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:34:10