07.12.2007 10:27

Svalir desemberdagar.

2 cm snjór.Það hefur verið svalt á Bakkanum síðustu dægur og allt að 8 stiga frost og norðaustan áttin ríkjandi flesta daga vikunar. Dálítil snjóföl er yfir sem gerir myrkrið bjartara ásamt jólaljósum sem Bakkamenn eru óðum að hengja á hús sín og limgerði. Í gærmorgun snjóaði nokkuð og mældist snjódýptin 2 cm. en hefur hjaðnað mikið síðan.

Himininn hefur verið bjartur og stjörnur næturinnar glitra í miljóna tali. Sumar bera nöfn eins og t.d. Vega í stjörnumerkinu Hörpunni og er hún fimmta bjartasta stjarna himinsins í 26 ljósára fjarlægð frá jörðu. Á http://www.stjornuskodun.is/ má finna stjörnukort yfir þau merki sem sjást frá Íslandi.

Einhver poppupp gluggi hefur verið að bögga síðuna undanfarið og virðist sleppa í gegnum poppuppvarnarkerfi. Það sem veldur þessu er eitthvað "netstatbasic". Ef einhver kann ráð við þessm ófögnuði væri það vel þegið.

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28