22.11.2007 10:38

Frost á Fróni.

það er ansi kalt á landinu í dag og allar stöðvar sýna frost nema í Bolungarvík og Sauðanesviti,en þar er 2°hiti. Frostið á Bakkanum er nú - 11°C og er það mesta frost hér á þessum vetri. Kaldast á láglendi kl.10 í morgun var -14°C á Hæl í Gnúpverjahreppi, en undir Langjökli var -18°C.

Það fer s.s. lítið fyrir gróðurhúsaáhrifunum í dag, en nú er lægð á leiðinni með rigningu og hlýnandi veðri.
Flettingar í dag: 755
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381699
Samtals gestir: 43195
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:28:28