24.09.2007 12:02
Hvassviðrið
Það var ansi hvasst á landinu um helgina og hér sunnanlands fór meðalvindur upp í 34m/s á Stórhöfða um miðnætti aðfaranætur sunnudags með hviðum allt að 41m/s sem er 147,6 km/klst en það mundi nægja til að teljast styrkur 1.stigs fellibyls. En mesta hviðan var á bænum Steinum undir Eyjafjöllum þar sem vindur fór í 47 m/s á laugardagskvöldið. Á Bakkanum fóru hviður öðru hvoru upp í 20 m/s sem telst stormur en annars var allhvast eða strekkingsvindur.
Í dag eru tvö ár frá því að fellibylurinn Ríta gekk á land í Texas og varð 100 manns að bana. Fellibylurinn skildi eftir sig eiðileggingu upp á 5.8 billjón dollara í Texas og Louisana.Meðalvindhraði Rítu var um 192 km/klst sem svarar 53 m/s eða ríflega12 gömul vindstig.