08.09.2007 23:38
Gabriella.
Þess hefur líklega verið beðið lengi með mikilli eftirvæntingu af veðuráhugamönnum að geta fylgst með tilurð veðurfyrirbæris sem nefnt er Subtrobical stormur og nú kemur loks einn SUBtrobical nefndur Gabriella sem á uppruna sinn til lægðar á Atlantshafi og stefnir þessa stundina til strandar í Norður Karolínu USA. Gabriella er hinsvegar ekki raunverulegur hitabeltisstormur (Trobical). Subtrobical þýðir að stormurinn hefur bæði eginleika venjulegra hitabeltisstorma og veðurkerfis svokallaðra ofurhitabeltisstorms (extratrobical storm). Einstaka sinnum getur subtrobical stormur orðið að raunverulegum hitabeltisstormi og er þá orðið "Sub" tekið framan af nafninu en það á einmitt við með Gabríellu.
Eitt athyglisverðasta við marga subtrobical storma (mætti kanski þýða sem hálfhitabeltisstorm) er að vindurinn er ekki altaf sterkastur nálægt miðju eins og í venjulegum hitabeltisstormi eða fellibyl. Þá geta subtrobical stormar "Sprungið út" mjög skyndilega eins og hitabeltis hvirfilvindar (cyclone).
Það er einnig athyglisvert að Gabríella eða "Gabby" verður til nokkuð norðarlega á Atlantshafi þar sem sjór er mun tempraðari heldur en sunnan 30 breiddargráðu þar sem hitabeltisstormar eru algengastir.
"Gabbý" mun líklega sigla eitthvað norður á bóginn á næstu dögum samkv. tölvuspám og því ekki útilokað að áhrifa hennar gæti gætt hér á landi síðar meir, en vindhraði í storminum er nú 64 km/klst en það er svona temmilegt hvassviðri 17-18m/s.