05.09.2007 09:41
Sumri hallað.
Það má segja að hið sunnlenska sumar sem nú er liðið hafi verið harla óvenjulegt hvað veðráttuna varðar. Mánuðirnir júní til ágúst 2007 voru óvenjuhlýir um allt sunnan- og vestanvert landið og sólin brosti við landsmönnum. Júlí var sá þurrasti síðan 1993 og komst hitinn hæðst í 22,4°C þann 9.júlí á Bakkanum, grasspretta var treg vegna þurkana og víða sviðin jörð. það tók loks að rigna í lok mánaðarins og má segja að ágústmánuður hafi verið í meðallagi. Júní var einig óvenju þur og hlýr og fór hitinn oft upp í 20°C.
Í lok ágústmánaðar urðu næturfrost á Suðurlandi og féll hitinn á Bakkanum amk. tvisvar niður í 2 stiga frost sem kom sér illa fyrir kartöflubændur hér við suðurströndina. Kaldast varð í Árnesi aðfaranótt 28., -4,0 stig.
Samkv. skoðanakönnun Brims þá álíta 93,1% þáttakenda að sumarið hafi verið frábærlega gott, enda var það vel fallið til útiveru.