03.09.2007 11:44

Nú er vinda von

Stormlægð nálgast nú landið vestanvert og ýfir upp báru. Veðurstofan varar við hressilegum vindi á höfuðborgarsvæðinu og hér á Bakkanum má gera ráð fyrir Sunnan18 m/s næsta sólarhringinn og þessu veðri fylgir vaxandi alda enda gerir siglingastofnun ráð fyrir ríflega 6 m ölduhæð á Eyrarbakkaflóa sem táknar að sjálfsögðu hressilegt og ógnþrungið brim á morgun.

það er því upplagt að bregða sér á Bakkan  og berja augum svarrandi brimið og æðisgengin boðaföllin,sem hvergi eru tignarlegri að sjá nema einmitt þar.

Flettingar í dag: 1464
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1568
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 509883
Samtals gestir: 48861
Tölur uppfærðar: 11.7.2025 11:57:53