02.09.2007 15:25

Felix færist allur í aukana.

Fellibylurinn FelixFellibylir eru einhver mögnuðustu veðurfyrirbæri á jörðinni og valda oft gríðarlegu tjóni á mannvirkjum þegar þeir skríða á land og ofsafenginn veðurhamurinn dregur á eftir sér stórsjói og risavaxnar öldur sem steypast yfir strandbyggðir eins og íbúar New Orleans í Bandaríkjunum fengu að kynnast fyrir nokkrum árum þegar fellibylurinn Katarína gekk þar af göflunum. Nú bíður fólk þar suðurfrá með ugg í brjósti, því veðurfræðingar hafa spáð því að í ár muni þessum ógnaröflum fjölga og færa íbúm á karabísku eyjunum og strandbyggðum við Mexicóflóa nýjar ógnir.

Nú beinast allra augu þar suðurfrá að fellibylnum Felix sem geysar nú á karabíska hafinu norður af Aruba og stefnir að ströndum Honduras. Talið er að Felix sem nú er 2.stigs fellibylur muni láta að sér kveða í Nicaragua, Belize og Yucatan í Mexicó og muni þá búin að ná 4.stigi, en óliklegt er talið að hann nái ströndum Bandaríkjana.

Flettingar í dag: 1048
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 3167
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 385159
Samtals gestir: 43285
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 12:02:56