15.08.2007 15:57

Póllinn bráðnar.

Ísinn á norðurpólnum hefur bráðnað hratt í sumar eins og sjá má af þessum kortum frá Alþjóða veðurstofuni NOAA. Efra kortið er frá því í janúar sl. en það neðra frá 14.ágúst.

Ef heldur sem horfir þá verður þess skamt að bíða að opnist fyrir skipasamgöngur um N-íshafið. Bráðnunin getur líka leitt til þess að kaldsjávarfiskar færi sig norður á bóginn t.d.upp að Grænlandsströndum.


Nú er að hefjast keppni milli þjóða sem gera tilkall til svæðisinns, t.d. settu Rússar nýverið upp fána sinn á hafsbotni undir pólnum. Kanadamenn og danir fyrir hönd Grænlands hafa sömu leiðis gert tilkall til norðurpólssvæðisinns.

Fyrir utan verðandi heimkyni fiskistofna þá kann að finnast olía á þessu svæði og því eftirsóknarvert að ná yfirráðum yfir þessum og öðrum hugsanlegum auðlindum sem kynnu að finnast þegar ísbreiðan hverfur.

Flettingar í dag: 1267
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 2159
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 263716
Samtals gestir: 33957
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 15:28:33