12.08.2007 18:59
Kaldbakur
Kaldbakur heitir fjall nokkurt sem rís hátt norður af Grenivík. Snjófláki er þar austur undan tindinum sem helst þar við allt sumarið og hefur lítið minkað þrátt fyrir gróðurhúsa áhrifin. Á efri myndinni sem er frá því um eða eftir 1950 og þeirri neðri sem er tekin nú í ágúst má sjá að lítill munur er á snjóflákanum. Fyrir neðan snjóflákann má sjá glytta í íshellu sem heimamenn kalla "Kaldbaksjökul" og er líklega eini jökullinn sem stækkar um þessar mundir. Líkleg skýring er sú að þegar bráðnar úr snjóhengjunni í sólinni safnast fyrir klaki í lægð undir skaflinum þegar vatnið frýs aftur.