03.08.2007 17:53

Verslunarmannalægðin rennur hjá.

Helgarlægðin margumrædda (Atlansstormurinn Cantal) rennur nú hjá án nokkurs óskunda og dembdi aðeins örfáum dropum úr sér við suðurströndina,með vindhraða um 10 m/s. En annars var stormur  í Vestmannaeyjum í morgun þegar skil frá lægðinni gengu inn á landið og komst vindhraði þar í 27 m/s kl 09:00
Veðurstofan gerir ráð fyrir hægari vindi um sunnanvert landið síðar í dag og dregur þar einnig úr úrkomu sem annars hefur verið furðu lítil miðað við fyrri spár.

Lægðin stefnir nú í austur í átt til Bretlandseyja og kann að bæta einhverju á vandræðin sem þar hafa verið vegna flóða.

Flettingar í dag: 751
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 2255
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 505745
Samtals gestir: 48700
Tölur uppfærðar: 8.7.2025 19:15:51