02.08.2007 15:04

Júlí góður.

Júlí var mjög hlýr um landið sunnan- og vestanvert, hiti var í ríflegu meðallagi. Þetta er jafnframt  þurrasti júlí síðan 1993 á Suðvesturlandi.

Á Bakkanum fór hitinn nokkrum sinnum yfir 20°C en hæsti hiti mánaðarins 22,4°C samkvæmt opinberum hitamæli staðarins var þann 9.júlí en hæsti hiti sem mældist á mannaðri stöð á landinu í mánuðinum var 24,1°C á Hjarðarlandi í Biskupstungum þann 8. Daginn eftir komst hiti þar í 24,6°C á sjálfvirku stöðinni.

Eins og annarstaðar var þurkatíðin óvenjulega mikil og langvinn í Flóanum og smærri tjarnir víðast hvar uppþornaðar.

Nánar um tíðarfarið á vef Veðurstofunar

Flettingar í dag: 1817
Gestir í dag: 240
Flettingar í gær: 686
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 380898
Samtals gestir: 43186
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 23:46:26