25.06.2007 22:25

Dagsmet slegið.

19,7°CHitamet í dag!
Kl 18 í kvöld var sett nýtt dagshitamet á veðurstöðinni á Eyrarbakka þegar hitinn fór í 20,2°C þá hafði dregið frá sólu og og vindur snúist úr SV til Noðanáttar.

Samkvæmt bestu heimildum Nýs Brims þá var eldra dagsmet 25 júní fyrir stöð 923 á Eyrarbakka sett árið 1963 en þá fór hitinn hæst í 16,8°C (18,8°C árið1925 en mælingar þá voru óáræðanlegar)

Enn vantar tæpar 3°C til að slá methita í júní frá árinu 1999 sem sett var þann 30. upp á 22,6°C (6.jún 1924 24,1°C en mæling óáræðanleg)

Óvarlega má marka af þessu hlýnun andrúmsloftsinns þó svo dagsmet hafa nú verið slegin tvisvar í júní á þessu ári eins og í maí. Líklega á árið 2002 flest júní dagsmetin eða samtals 5
Flettingar í dag: 1154
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 2159
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 263603
Samtals gestir: 33956
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 14:16:49