21.06.2007 12:16
Hvalreki mikil búbót fyrir Stokkseyringa?
Áður fyrr var hvalreki mikil búbót fyrir þá sem höfðu aðgang að slíkum reka,en happafengur af þessu tagi var hinsvegar tiltölulega sjaldgæfur þegar hvalveiðar voru með mestum blóma, en á síðustu árum hefur orðið vart hvalreka í vaxandi mæli, bæði sunnan lands og norðan.
Nú til dags er hvalreki hið mesta óhapp því landeiganda er gert að sjá um að fjarlægja og urða skepnuna, en ef til vill gætu Stokkseyringar gert sér mat úr þessum búrhval sem rak þar á land á dögunum. Úr hvalspikinu gætu þeir unnið lýsi og tappað á flöskur, selt það svo aðkomumönnum sem heilsusamlegan töfradrykk (Stokkseyrar elíxer). Kjötið gætu þeir reykt og saltað og selt japönskum ferðamönnum eða lagt í súr og notað í desert á næsta þorrablóti. Grindina væri síðan hægt að stilla upp á væntanlegu skrímslasafni á Stokkseyri enda voru hvalir taldir til sjóskrímsla í fyrndinni.