13.06.2007 15:45
Svört skýrsla Hafró.
Í skýrslu Hafró um nytjastofna má sjá að eitthvað verulega mikið er að í lífríki sjávar.
Svo er að sjá sem helstu fiskistofnar og selir egi við verulegan fæðuskort að etja. Landsel fækkar nú um 4% á ári og sömu leiðis fækkar útsel verulega þó veiðar á þessum tegundum séu óverulegar.
Meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur lækkað verulega á síðustu árum og er meðalþyngd flestra aldursflokka í eða við sögulegt lágmark. Sama gildir um Ufsa og Ýsu enda eru þessar tegundir í samkeppni um sömu fæðuna.
Auk loðnu virðist magn nokkurra annarra mikilvægra fæðutegunda svo sem rækju og sandsílis hafa dregist saman á undanförnum árum og bendir þróunin þar til verulegrar minnkunar á stofnstærð Sandsílis.
Sandsíli er til að mynda helsta fæða kríunar sem hefur átt í vök að verjast síðustu tvö til þrjú ár vegna skorts á sandsíli sem og ýmsir bjargfuglar. Í byrjun maí sást nokkuð af sandsíli við Vestmannaeyjar en hvort það sé í einhverjum mæli er enn ekki vitað.
Margir telja ástæðuna fyrir skorti á sandsíli og loðnu vera vegna hlýnunar sjávar og loftslagsbreytinga.Margt bendir einnig til að hryggning sandsílis hafi misfarist árið 2004-2005 þar sem lítið hefur fundist af þeim árgangi.
Þyrfti ekki að stöðva veiðar á fóðurfiski í þessu ljósi ?
Meira.