05.06.2007 21:00

Voldugt brim.

Það er mikilfenglegt að sjá brimið þessa dagana og einkum núna þegar rokinu og regninu hefur slotað og sólin tekin að skína í bili.

Eftir brimstiga P,Nielsens þá hefur brimið verið í 4 -5 stigum síðan síðdegis á sunnudag og telst það vera nokkuð óvenjulegt. Meðaltalið fyrir Júni er 1 dagur með svo miklu brimi.

Á síðasta sólarhring mældi veðurstofan 20 mm úrkomu á Bakkanum sem telst nokkuð. Sólahringsgsúrkomumet fyrir 5 júní var hinsvegar sett árið 1969 en þá mældist 30,5 mm, (frá kl.9 til 9 )vel blautur dagur það
.

"Stormur" heitir þessi vísa eftir Björn Pétursson Sléttu, Fljótum. f.1867 - d.1953

Griðum hafnar hrannar rót
heiftum safnar brýnum.
Stríðir hrafninn húna mót
honum nafna sínum

Þakka svo Pétri Stefánssyni fyrir þessar brim og veðurvísur sem hann sendi mér eftir afa sinn og læt þær fljúga hér inn þegar á við.

Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 2159
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 262523
Samtals gestir: 33905
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:30:46