30.04.2007 15:54

Brennandi hitapottur í Evrópu, meiri hiti í vændum!

Meðalhiti aprílmánaðar í bretlandi var 11,1°C sem er 3,4 gráður yfir meðalhita. Ekki hefur orðið heitara á þessum slóðum í 350 ár eða síðan árið 1659. Meðalhitinn í evrópu frá Belgíu til Ítalíu er sömu leiðis 3 gráðum yfir meðallagi.

Breskir veðurfræðingar segja að mikil hætta sé á að í vændum sé svipuð hitabylgja og gekk yfir 2003 og varð 35.000 manns að aldurtila í álfunni.

í Hollandi hafa einnig hitamet fallið og þar hefur ekki komið dropi úr lofti síðan 22 mars sl og var aprílmánuður sá þurrasti í heila öld.

í þýskalandi hefur einnig verið sett nýtt hitamet sem er 12°C yfir eldra meti í apríl. þar hafa sólskinsstundir heldur ekki orðið fleiri síðan árið 1901. Þar í landi er orðið algengt að sjá fólk sem klæðist aðeins sólgleraugum.

Á Ítalíu hefur yfirborð árinnar Pó lækkað um 21 fet vegna þurka og hefur yfirborðið fallið um 80cm á aðeins einni viku.

Veðurfræðingar eru að komast á þá skoðun að þetta hlýindaskeið sem nú er í uppsiglingu jafnist á við hinar hrikalegustu náttúruhamfarir.

Flettingar í dag: 2745
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 2168
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 583381
Samtals gestir: 52874
Tölur uppfærðar: 31.8.2025 23:13:20