24.04.2007 11:42
Vinsælt útivistarsvæði
Ströndin nýtur vaxandi vinsælda sem útivistarsvæði hjá ungum sem öldnum,heimamönnum sem öðrum lengra að komna, enda einstök náttúruperla á margvíslegan hátt. Þar má nefna hin sérstæða skerjagarð þakinn þara og þangi,myndaðan af 8.700 ára gamla Þjórsárhrauni sem er mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni í einu gosi frá því að ísöld lauk. Það rann í sjó fram, og er hraunjaðarinn nú marbakki undan Stokkseyri og Eyrarbakka, um 140 km frá eldstöðvunum,þar sem hver klettur á nú sitt örnefni. Fjölskrúðugt fuglalíf þrífst í fjörunni árið um kring. Seli má oft sjá kúra á skerjunum og svo að sjálfsögðu heillar brimið sem getur oft orðið stórkostlegt á að líta. Nú þegar vorar bætast svo hin ýmsu fjörugrös,söl og fjöruarfi í þessa undraverðu flóru.