16.04.2007 12:35
ÚTFJÓLUBLÁ GEISLUN SÓLAR ER SKAÐLEG!
Aprílmánuður er sá mánuður ársinns þegar UV geisla tekur að gæta með hækkandi sól og því hef ég tekið saman nokkur atriði til umhugsunar.
Þegar útfjólubláir geislar(UV) sólarinnar lenda á húðinni, bregst húðin við með því að framleiða melanin ( þekkt sem brúnka ) til að vernda húðina. UVA geislarnir eru mildari en UVB geislar, en vegna þess að UVA geislarnir eru lengri ná þeir dýpra niður í húðlögin. UVA geislar valda ótímabærri öldrun húðarinnar (hrukkur) og húðkrabba. UVA geislarnir ná einnig í gegnum gler.
UVB geislar eru þó aðalástæðan fyrir sólbrúna og húðkrabba. Þessi hluti sólargeislanna eykst á sumrin og getur gert meiri skaða á styttri tíma en UVA geislarnir. Efsta húðlagið (epidermis) sýgur í sig mestan hluta UVB geislanna. UVB geislar geta ekki farið í gegnum gler.
SÓLARVÖRN
Húðkrabbi er í dag algengasta form krabbameins og telur um helming allra greindra krabbameina í hinum vestræna heimi
Þar sem flestar tegundir húðkrabba myndast vegna útfjólublárra(UV) geisla, getur þú varið húð þína á eftirfarandi hátt.
1. Notaðu góða sólarvörn.
SPF 30 eða hærra
Sem inniheldur Parsol 1789 (Avobenzone) eða Mexoryl sx til að vernda gegn UVA geislum.
Vatnshelda ef mögulegt, bera á þig aftur eftir sund eða mikinn svita.
Nota varasalva með sólarvörn.
2. klæddu þig í fatnað sem ver gegn sólinni.
Hatta með breiðum börðum.
Notaðu sólgleraugu með 100% UV vörn
Klæðstu fatnaði með þéttum vefnaði á höndum og fótum.
3. Forðastu of mikla sól!
UV geislar brenna mest á milli 11 og 15 á daginn, ef þú getur minnkað að vera úti á þeim tíma minnkar þú hættuna á UV skemmdum.
Forðastu yfirborð eins og vatn, sand, snjó og malbik sem geta speglað og aukið skaðlega geisla sólarinnar um 85%.
Ath. að þó svo að úti sé skýjað, geta UV geislar brennt húðina í gegnum skýin.
Haltu börnum yngri en 1 árs algjörlega frá sólinni.
Því ljósari sem húð þín er, því meiri hættu ert þú í gagnvart sólarskemmdum og húðkrabba. Allar 3 helstu tegundir húðkrabba eru allavega tvisvar sinnum algengari hjá þeim sem hafa ljósa húð,hár og augu en þeirra sem eru dökkir yfirlitum. Samt sem áður er vörn gegn skaðlegum geislum sólar jafn mikilvæg öllum húðtegundum frá ungra aldri. Athugið að geislar í ljósalömpum og ljósabekkjum eru líka skaðlegir húðinni. Tilbúnu UVA geislarnir í ljósabekkjum geta verið allt að 20 sinnum sterkari en venjulegt sólarljós. Mundu að sólarbrúnka er leið húðarinnar við að verjast og sýna húðskemmdir, því dýpri sem brúnkan er því meiri skemmdir. 90% af húðskemmdum(hrukkur og leðurhúð) eru vegna UV geisla,Hafðu þetta hugfast þegar þú dásamar einhvern fyrir að vera fallega sólbrún.
Heimild: www.skincancerguide.ca
ÓSONLAGIÐ ÞYNNIST
Ósonlagið í andrúmsloftinu verndar jörðina fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Þetta verndarlag hefur þynnst jafnt og þétt frá því uppúr
1970. Lífríki jarðar verður því fyrir vaxandi geislun af völdum útfjólublárra geisla sólar. Efnislítill fatnaður, ferðalög til svæða með háa náttúrulega
geislun og sólböð eru líkleg til að auka frekar áhrif á heilsufar manna.
Aukning útfjólublárrar geislunar veldur meðal annars hærri tíðni húðkrabbameins, getur hækkað tíðni augnsjúkdóma, veikt ónæmiskerfi
manna og dýra og dregið úr vexti plantna á landi og þörunga í sjó. Ýmislegt bendir til að samband sé á milli ýmissa sjúkdóma vegna áhrifa
sem útfjólublá geislun hefur á ónæmiskerfið.
Útfjólublá geislun er þó ekki eingöngu skaðleg. Lítils háttar geislun á húð daglega í 10 - 15 mínútur er nauðsynleg til framleiðslu á
D-vítamíni sem gegnir lykilhlutverki í þroskun beinagrindarinnar, ónæmiskerfisins og myndun blóðfrumna. Ekki er þekkt hvaða magn geislunar er hæfilegt daglega, en það er háð mörgum þáttum svo sem húðgerð, mataræði og fleiru.
Tilbúin útfjólublá geislun er notuð til að meðhöndla ýmsa sjúkdóma, en þá undir eftirliti lækna, svo sem beinkröm, psoriasis og exem.
Ýmsir umhverfisþættir hafa áhrif á magn útfjólublárrar geislunar við yfirborð jarðar. Þetta á til dæmis við um sólarhæð, breiddargráðu,
hæð yfir sjó, endurkast frá yfirborði, skýjafar, ryk og mistur í andrúmsloftinu.
Fólk sem stundar útivist á svæðum þar sem endurkast geisla er mikið verður fyrir áhrifum frá endurkastinu. Endurkast útfjólublárra geisla
frá sjó, vötnum, snjó og jöklum er sérlega varhugavert fyrir augun. Snjór er sérstaklega varasamur í þessum efnum þar sem hann endurkastar
50-90% af geislunum. Það hefur meðal annars verið sýnt fram á það með rannsóknum að augun verða fyrir meiri útfjólublárri geislun
sólar síðari hluta aprílmánaðar en á öðrum tíma ársins. Talið er að það hafi sömu áhrif á augun að horfa í átt að sjóndeildarhringnum og að
horfa beint upp í heiðan himininn. UV geislun er yfirleitt meiri á vorin sunnanlands en norðanlands.
Þið getið fylgst með UV geislun Hér