12.04.2007 11:45
Mikill meirihluti andvígur virkjunum í Þjórsá.

Úrtakið var 800 manns og svarhlutfallið 65%.
Ólíkt öðrum vatnsaflsvirkjunum sem Landsvirkjun hefur byggt þá eru fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá staðsettar í byggð. Af þessu leiðir að virkjunarframkvæmdir hafa meiri áhrif á fornleifar en vatnsaflsvirkjanir sem áður hafa verið byggðar.
það eru t.d.gamlar rústir við bæjarstæði Akbrautar og gamlar rústir í landi Þjótanda sem Landsvirkjun er um þessar mundir að festa kaup á. Hluti þessara fornminja mun fara undir vatn ef af virkjun verður.
Í Þjórsá eru fyrirhugaðar þrjár virkjanir; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.Með Urriðafossvirkjun mun þessi fallegi foss hverfa sjónum um allan aldur og fækkar því perlum þessa lands um eina. Nú stendur yfir útboð á hönnun virkjananna, einnig eru í gangi samningaviðræður við ábúendur og landeigendur á áhrifasvæði virkjananna.
Það er ljóst að þessum virkjunum er ekki sérstaklega ætlað að afla Sunnlendingum orku til iðnaðaruppbyggingar í héraðinu og má því segja að Sunnlendingar séu að missa úr hendi framtíðarmöguleika á að nýta vatnsföllin í egin þágu og það ætti að vera Sunnlendingum umhugsunarefni.Upphaflega var ráðgert að Alcan keypti rafmagnið frá þessum fyrirhuguðu virkjunum en þar sem þau mál eru nú út af boðinu eftir að Hafnfyrðingar höfnuðu skipulagstillögum um stækkað álver og því má reikna með að Landsvirkjun leiti annara kaupenda. Álgarðar í Þorlákshöfn hafa þó verið nefndir í þessu sambandi en einnig að Alcan fari aðrar leiðir til aukinnar framleiðslugetu.
Það má geta þess að Skagfyrðingar setja það sem skilyrði fyrir virkjun í Skagafyrði að að orkan verði nýtt heima í héraði.
Skrifað af oka
Flettingar í dag: 1817
Gestir í dag: 240
Flettingar í gær: 686
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 380898
Samtals gestir: 43186
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 23:46:26