11.04.2007 12:35

Dagur umhverfisins - maí 2007 -

Umhverfisnefnd Árborgar hefur ákveðið að dagarnir 3. - 7. maí verði sérstaklega tileinkaðir umhverfinu. Umhverfisverðlaun 2007 verða veitt fimmtudaginn 3. maí í Tryggvagarði og verkefninu "Tökum á - tökum til" ýtt úr hlaði í tengslum við þessa daga segir á vef Árborgar.

Fjörurnar á Eyrarbakka og Stokkseyri eru einhverjar þær fegurstu perlur sem landsmenn eiga og njóta vaxandi vinsælda sem útivistarsvæði. En því miður valda stormar vetrarinns því að ýmislegt rusl rekur á fjörurnar, alskonar plasthlutir sem er óvistvænt efni og eyðist ekki.

Þarna þyrfti bæjarfélagið að koma til og skipuleggja hreinsun og koma fyrir bekkjum svo fólk geti tillt sér og horft yfir hafið og notið hreinnar náttúru.

Margar hendur vinna létt verk og því mættu ávalt vera til staðar rusladallar fyrir þá sem vilja hjálpa til með að halda ströndinni snyrtilegri og hreinni.

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00