10.04.2007 13:35

Rætist draumurinn?

Endurbygging Vesturbúðarinnar - draumur eða veruleiki? Á fréttavefnum Suðurland.net er sagt frá hugmyndum fjögra áhugamanna um endurbyggingu Vesturbúðanna sem ætla að standa fyrir kynningu á þessu efni.Kynningin fer fram í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka síðasta vetrardag og hefst hún kl. 20:00.

Eins og kunnugt er lét kaupfélag Árnesinga rífa hús dönsku verslunarinnar á Eyrarbakka  árið 1950 og af og til hafa komið fram hugmyndir um endurbyggingu þeirra frá þeim tíma. Menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar styrkti verkefnið af myndarskap á sl. ári.

það væri óneitanlega þorpinu sem og allri ferðaþjónustu í Flóanum mikil lyftistöng ef þessi góða hugmynd verður að veruleika. Þarna gæti risið á ný táknmynd um verslunarsögu Íslendinga sem glataðist illilega þegar efniviður þessa mikla verslunarhúss brann í Þorlákshöfn, en þangað hafði efnið verið flutt á sínum tíma og byggð úr því saltfiskverkunarhús.
Fréttin í heild.

Flettingar í dag: 751
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 2255
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 505745
Samtals gestir: 48700
Tölur uppfærðar: 8.7.2025 19:15:51