28.03.2007 12:54

Vorskipið á leiðinni.

Það er gullfallegt veður á Bakkanum í dag eins og víða á landinu. Á hádegi var NNA 2 m/s Léttskýjað og Skyggni >70 km hiti 3,6°C á mönnuðu veðurstöðinni en hinsvegar sýndi sjálvirka stöðin 5,8°C á sama tíma,en hún er staðsett rétt vestan við bæinn. Annars hljóðaði lýsingin frá veðurstofu Íslands í hádeginu þannig: Á hádegi var hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og stöku él norðantil, en léttskýjað syðra. Hlýjast var 6 stiga hiti á Eyrarbakka, en kaldast 2 stiga frost við Mývatn. Svo er bara að njóta sólskínsdagsinns 28.mars.

Svo eru þær góðu fréttir frá Árborg að flýta egi lagningu fjörustígs.
 Framkvæmdir við lagningu fjörustígs milli Eyrarbakka og Stokkseyrar eiga að hefjast árið 2008 í stað ársins 2010, samkvæmt breytingum á þriggja ára fjárhagsáætlun Árborgar. 

Þeir sem hafa sérastakan áhuga fyrir konum og víni geta hlýtt á Erling Brynjólfsson sagnfræðing flytja fyrirlestur í borðstofu Hússins fimmtudagkvöldið 29. mars kl 20.30. Nefnist fyrirlesturinn Um kvenfólk og brennivín.


Vorskipið kemur
Hópur áhugafólks og fulltrúar fyrirtækja í ferðaþjónustu á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa ákveðið að blása til vorhátíðar, helgina 18-20. maí, undir heitinu: "Vorskipið kemur! á Eyrarbakka og Stokkseyri

Meira um vorskipið.


Flettingar í dag: 573
Gestir í dag: 171
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260863
Samtals gestir: 33798
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 19:57:00