07.03.2007 09:44
Milt veður á Bakkanum.
Kl.09:00 var tiltölulega milt veður á Eyrarbakka, eða A 5m/s og úrkoma í grend. Hiti 3,8°C og sjólítið.
Kl. 06 voru norðaustan 8-15 m/s norðvestantil og við norðurströndina Á Bolungarvík var ansi hvasst eða ANA 13, annars mun hægari austlæg átt. Rigning norðvestanlands, en skýjað að mestu annars staðar og úrkomulítið. Hiti var 0 til 6 stig, en 1 stigs frost var á Húsafelli.
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrrir stormi á Suðvesturmiðum, Vestfjarðamiðum, Vesturdjúpi, Grænlandssundi, Norðurdjúpi, Suðausturdjúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi en hér sunnanlands horfir til hægrar austlægrar áttar og stöku skúrir. Vaxandi suðaustanátt í nótt, 13-18 og rigning um hádegi á morgun segir veðurstofan.
Kl.15 var hiti 7°C.