06.03.2007 11:30

Ágætisveður á Bakkanum

Á Eyrarbakka var NNA 5 m/s og úrkoma í grend og hiti um frostmark  og dálítill sjór kl.09 í morgun. Allhvöss norðaustanátt og él voru á Vestfjörðum, hvassast 21 m/s í Æðey. Í öðrum landshlutum var mun hægari austlæg átt, rigning austanlands, skúrir við suðurströndina en annars þurrt. Hiti var frá 6 stigum á Ólafsfirði og í Akurnesi niður í eins stigs frost í Bolungarvík.

Veðurstofan Býst við stormi á Breiðafjarðarmiðum, Vestfjarðamiðum, Norðvesturmiðum, Austurmiðum, Vesturdjúpi, Grænlandssundi, Norðurdjúpi, Austurdjúpi og Færeyjardjúpi. En Skammt S af Vestmannaeyjum er 964 mb lægð sem þokast V og grynnist.

Útlit er fyrir hæga austanátt í dag á Eyrarbakka og úrkomu lítið, Hiti 0-5°C

Hitastigið var í 9°C á Eyrarbakka kl.15 og telst dagurinn sá hlýjasti það sem af er þessu ári. 15:31:36

Farfuglar:
Fyrstu farfuglarnir sáust á Bakkanum um helgina, en þar var nokkur hópur af Ritum á leið inn á land.

Flettingar í dag: 203
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 2159
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 262652
Samtals gestir: 33920
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 02:57:43