26.02.2007 12:16

Fyrirtaks gluggaveður!

Í norðaustanáttinni að undanförnu hefur verið heiðbjart veður en nokkuð svalt á landinu. Nú er sólin farin að hækka verulega á lofti og lengist dagurinn um 6 mínútur á hverjum sólarhring. Þar sem skjól er að finna t.d. sunnan undir húsveggjum má finna að sólin er aðeins farin að verma, enda lækkar frostið snarlega þegar sólin er komin nokkuð á loft. heldur er að draga úr "öfuglægðinni" fyrir norðan land og líklegt að vindur muni færast meira í austrið á næstu 3 dögum en þó áframhaldandi þurrviðri á Bakkanum samkvæmt veðurkortum.

Flettingar í dag: 4909
Gestir í dag: 272
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448411
Samtals gestir: 46247
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 21:17:06