18.02.2007 22:46

Bakkasögur frá því í gamladaga!

Að undanförnu hef ég tekið saman nokkrar sögur af Eyrarbakka og skipt þeim í tvo flokka, annarsvegar Sjóferðasögur en þar er t.d.lítil saga af samskiptum Þorleifs Þorleifssonar á Háeyri við hinn norska kaptein Jacopsen sem endaði á voflegan hátt. Svo  Brennusögur en þar eru teknar saman helstu sagnir um eldsvoða á 19 og 20 öld.

 

Fleiri sögur koma svo við hentugleik.

 

Tíðin: Mild og góð með frískandi sjávarlofti,en dálítið vætusöm.

 

Lítil verðkönnun: 1 lítr.nýmjólk frá MBF í Bónus á Selfossi kr.75 Smjörvi 300gr kr.158 MS Matreiðslu rjómi 1/2 ltr. kr.167 og Bónusbollur fyrir Bolludaginn 14stk á kr.259

 

Í Samkap á Selfossi kostar 1ltr.nýmjólk kr.85 Matreiðslurjómi 1/2 ltr. kr.185

Flettingar í dag: 755
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381699
Samtals gestir: 43195
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:28:28